Skip to product information
1 of 1

Bráðaskólinn

Æðaleggjanámskeið - læknarnemar 4.- 6. ár

Æðaleggjanámskeið - læknarnemar 4.- 6. ár

Regular price 9.600 ISK
Regular price Sale price 9.600 ISK
Sale Sold out
Dagsetning

2 klst. færnibúðir í þessari grunnfærni sem á snertiflöt við starf okkar margra í heilbrigðisgeira. Enda er það svo að ef grunnfærnin er ekki í lagi, þá skiptir restin ekki miklu máli. Þetta námskeið er haldið í samvinnu við Lýðheilsufélag læknanema og er ætlað læknanemum á 4.-6. ári ári.

Um er að ræða 2 klukkustunda langt námskeið sem byrjar á fyrirlestri og svo dembum við okkur í verklegar æfingar undir handleiðslu. 

Innifalið er:

  • Fræðileg yfirferð um æðaleggi og æðaleggjaísetningu, góða staði fyrir uppsetningu, hvað ber að varast og helstu aukaverkanir
  • Verklegar æfingar bæði á dúkku og hvert öðru undir persónulegri handleiðslu reyndra kennara.
  • Allt efni fyrir æfingarnar.
  • Kaffi og konfekt.
  • Rafrænt skírteini með staðfestingu á námskeiðsþátttöku (getur t.d. komið sér vel fyrir hjúkrunar- og læknanema þegar sækja á um starf á heilbrigðisvettvangi).

Meðal þess sem við munum fara yfir eru:

  • Anatómía og lega helstu æða
  • Uppsetning æðaleggja skref-fyrir-skref
  • Algeng vandamál við uppsetningu og lausnir við þeim
  • Öryggisatriði, bæði fyrir sjúklinginn og okkur sjálf

Kennarar eru Haukur Smári Hlynsson og Anders Wahlgren, svæfingahjúkrunarfræðingar, og Guðrún Ingibjörg Þorgeirsdóttir, læknir. 

Staðsetning: Læknagarður, stofa tilkynnt síðar.

Takmarkað pláss er á námskeiðin til að tryggja að allir fái persónulega kennslu og góða handleiðslu við verklegar æfingar. Við mælum því með að tryggja ykkur pláss sem fyrst.

Ath. að afsláttur er þegar reiknaður inn í verðið á þessu námskeiði, svo ekki þarf að setja inn afsláttarkóða í greiðsluferli.

View full details