Um okkur

Bráðaskólinn sérhæfir sig annars vegar í skyndihjálparkennslu fyrir almenning og fyrirtæki og hins vegar í ýmsum sérhæfðum námskeiðum fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Sérstaða skólans er einna helst sú að allir kennarar okkar eru heilbrigðisstarfsfólk sem vinnur við bráðar aðstæður í daglegum störfum sínum.

Skólinn var stofnaður árið 2011 og hefur síðan þá haldið yfir 580 námskeið af ýmsu tagi, nemendurnir eru orðnir ríflega 7300 talsins og námskeiðin frá 2 klst. upp í þriggja daga löng. Bráðaskólinn hefur frá upphafi verið brautryðjandi í herminámi fyrir heilbrigðisstarfsfólk hérlendis en árið 2014 flutti skólinn inn svokallað „Train the Trainer“ námskeið í samstarfi við SAFER hermisetrið í Noregi. Þetta er leiðbeinendanámskeið fyrir verðandi herminámskennara og var þetta í fyrsta sinn sem námskeiðið var haldið hérlendis. Til landsins komu fjórir kennarar frá Noregi og eftir námskeiðið útskrifuðust 20 íslenskir hermikennarar sem lögðu svo grunninn að því að herminám varð á næstu árum hornsteinn í þjálfun íslenskra heilbrigðisstarfsmanna.

Eigendaskipti urðu á Bráðaskólanum sumarið 2024. Núverandi eigendur Bráðaskólans eru Haukur Smári Hlynsson, svæfingahjúkrunarfræðingur, og Guðrún Ingibjörg Þorgeirsdóttir, læknir.