Skip to product information
1 of 1

Bráðaskólinn

Hjartalínurit fyrir byrjendur

Hjartalínurit fyrir byrjendur

Regular price 17.100 ISK
Regular price Sale price 17.100 ISK
Sale Sold out
Dagsetning

Hjartalínurit fyrir byrjendur

Lærðu að framkvæma, skilja og lesa EKG af öryggi - glænýtt námskeið fyrir heilbrigðisstarfsmenn.


Hjartalínurit eða EKG eru eitt af mikilvægustu tólunum sem við höfum til að meta starfsemi hjartans og eru til dæmis órjúfanlegur hluti af uppvinnslu brjóstverkja - en það getur verið flókið að skilja hvernig hjartalínurit eru tekin, hvað þau eru að sýna okkur og hvernig eigi að lesa úr þeim. Hvað er það á hjartalínuritinu sem segir okkur að sjúklingurinn sé að fá hjartaáfall og þurfi að fara í kransæðaþræðingu án tafar? Hvernig sjáum við að sjúklingurinn sé í réttum takti eða gáttatifi?

Í lok þessa námskeiðs munu þátttakendur geta svarað þessum og fleiri spurningum af öryggi en námskeiðið er sniðið að þeim sem hafa engan eða lítinn grunn í að lesa EKG. Námskeiðið hentar vel hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum, læknanemum og sérnámsgrunnlæknum en er að sjálfsögðu opið öllu heilbrigðisstarfsfólki.

Kennari námskeiðsins er Þórdís Edda Hjartardóttir, hjúkrunarfræðingur með diplóma og meistaragráðu í bráðahjúkrun, stundakennari við HÍ og leiðbeinandi í sérhæfðri endurlífgun. Þórdís starfar á Bráðamóttöku, þar sem hún fæst við hjartalínurit daglega.


🩺 Þú munt:

Skilja hvað er að gerast í hjartanu í hverri upp- og niðursveiflu á hjartalínuritinu.
Læra að taka EKG á réttan hátt
Læra að greina takt á EKG með því að nota kerfisbundna aðferð sem þú getur notað á öll hjartalínurit og byggist á skrefabundinni nálgun.
Læra að bera kennsl á merki um blóðþurrð í hjartanu á hjartalínuriti (hjartaáfall) - þetta eru rauðu flöggin; hjartalínurit sem þurfa að komast í hendur læknis strax og EKG tækin bera ekki alltaf kennsl á sjálf.
Kynnast algengustu hjartatöktunum - allt frá eðlilegum sinus takti yfir í gáttatif, ofansleglatakt, ýmis hjartablokk o.s.frv.


💡 Þetta námskeið er fyrir:

  • Alla heilbrigðisstarfsmenn
  • …en hentar sérstaklega vel fyrir hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða sem taka EKG reglulega og vilja læra að bera kennsl á helstu atriði á ritunum.
  • …sem og læknanema og sérnámsgrunnlækna sem vilja skerpa á skilningi sínum á hjartalínuritum í öruggu umhverfi og með kerfisbundinni nálgun.

Þú þarft ekki að hafa neina fyrri reynslu af hjartalínuritum, við byrjum á grunninum og byggjum svo ofan á þekkinguna, skref fyrir skref.


🧠 Uppbygging námskeiðsins

  • Námskeiðið er 2,5 klst. að lengd og samanstendur af fyrirlestri og verklegum æfingum þar sem við æfum okkur saman að lesa úr hjartalínuritum.
  • Námskeiðið fer fram á íslensku.
  • Allir þátttakendur fá skírteini frá Bráðaskólanum að námskeiði loknu.

📅 Námskeiðið fer fram að Bæjarlind 14-16, 2. hæð.

Eingöngu eru 15 pláss á þessu námskeiði til að við getum veitt persónulega kennslu. Við hvetjum því áhugasama til að skrá sig sem fyrst.

Kannið styrki hjá stéttarfélögum.

15% afsláttur fyrir nema í grunnnámi heilbrigðisgreina, sendið tölvupóst á bradaskolinn@bradaskolinn.is fyrir afsláttarkóða.

View full details