Skip to product information
1 of 1

Bráðaskólinn

Mat bráðveikra barna

Mat bráðveikra barna

Regular price 26.700 ISK
Regular price Sale price 26.700 ISK
Sale Sold out
Dagsetning

Að bera kennsl á hið bráðveika barn

Námskeið fyrir hjúkrunarfræðinga og aðra heilbrigðisstarfsmenn með áherslu á verklega þjálfun

Er þetta barn veikt? Hversu veikt? Hvað ætti ég að gera næst?

Fyrir þau okkar sem sinna veikum börnum eru þetta spurningar sem við spyrjum okkur daglega - og þetta 4 klst. námskeið mun hjálpa þér að svara þeim með öryggi.


Fyrir hvern er þetta námskeið?

  • Námskeiðið er sniðið að hjúkrunarfræðingum á heilsugæslu sem hitta börn á vaktinni og í ungbarnavernd.
  • Það hentar hins vegar einnig öðru heilbrigðisstarfsfólki svo sem sérnámsgrunnlæknum, sjúkraliðum og fleirum sem hitta börn á heilsugæslum, bráðamóttökum, á stofu eða í heimaþjónustu, svo dæmi séu nefnd.
  • Við bjóðum nema í heilbrigðisgreinum sérstaklega velkomna með 15% nemaafslætti (sendið tölvupóst á bradaskolinn@bradaskolinn.is ef ykkur vantar afsláttarkóða).

Hvort sem þú hefur aldrei unnið með börnum áður eða vilt skerpa á þekkingunni, þá er þetta námskeið fyrir þig.


Þú munt læra:

  • Kerfisbundna ABCDE nálgun til að meta veikt barn
  • Hvernig þú berð kennsl á rauð flögg áður en ástand barnsins versnar
  • Einkenni ýmissa algengra bráðra vandamála hjá börnum svo sem öndunarerfiðleika, krampa, þurrks og losts, auk fyrstu skrefa í meðferð.
  • Hvernig þú getur notað einföld en lífsbjargandi inngrip til að stöðga bráðveikt barn meðan beðið er eftir sérhæfðri aðstoð.

Uppsetning námskeiðsins & kennarar

Námskeiðið er blanda af fyrirlestrum og verklegum æfingum. Fyrirlestrarnir gefa fræðilega undirstöðu auk þess sem rými gefst til umræðna og spurninga. Verklegar tilfellaæfingar í smærri hópum veita svo tækifæri til þess að æfa nýfengna þekkingu. Við leggjum áherslu á að þátttakendur öðlist praktíska kunnáttu sem hægt er að nýta strax í starfi.

Kaffihlé verður um miðbik námskeiðsins og boðið upp á kaffi og konfekt.

Kennarar námskeiðsins eru Eydís Birta Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur á Barnaspítala Hringsins og Guðrún Ingibjörg Þorgeirsdóttir, læknir á Bráðamóttökunni í Fossvogi. Við erum einstaklega glöð að fá Eydísi til liðs við Bráðaskólann en hún er mikill reynslubolti þegar kemur að börnum. Eydís útskrifaðist frá HÍ árið 2005 og lauk síðar sérnámi í barnahjúkrun og sykursýkishjúkrun frá Gautaborgarháskóla. Hún kenndi við hjúkrunarfræðideild Gautaborgarháskóla á grunn- og framhaldsstigi auk þess sem hún var aðstoðardeildarstjóri á sérhæfðri bráðalyfjadeild Drottning Silvias Barnaspítalanum í Gautaborg og yfir kennslumálum deildarinnar.


Námskeiðið fer fram laugardaginn 13. sept 2025 kl. 12-16 að Bæjarlind 14-16, 2. Hæð.

Eingöngu eru 15 pláss á þessu námskeiði til að við getum veitt persónulega kennslu. Við hvetjum því áhugasama til að skrá sig sem fyrst.

Kannið styrki hjá stéttarfélögum.

View full details