Önnur námskeið
Eftirfarandi námskeið er hægt að panta hjá Bráðaskólanum með því að hafa samband hér.
Skyndihjálparnámskeið fyrir hópinn þinn
Hvernig væri að bjóða upp á aðeins öðruvísi skemmtun í næsta saumaklúbb? Eða vantar þig kannski áhugaverða fræðslu fyrir bumbuhópinn eða foreldrafélagið? Við komum á staðinn til þín með fræðslu fyrir hópinn þinn. Byrjað er á stuttum fyrirlestri og þátttakendur fá svo að æfa handtökin á dúkkum. Val er um að læra skyndihjálp ungbarna, eldri barna eða fullorðinna. Fyrir saumaklúbba, bumbuhópa og foreldrakvöld mælum við með 1-2 klst. langri fræðslu en einnig er hægt að fá lengri námskeið eftir því sem hentar þínum hóp.
Slys og veikindi leikskólabarna
Lærðu að leggja mat á veikindi barnsins þíns - eftir hverju er gott að horfa og hvaða rauðu flögg þarf að hafa í huga. Hvenær þarftu að hafa áhyggjur og leita til læknis og hvenær má bíða og sjá til heima? Námskeiðið er u.þ.b. 75 mín. að lengd og hentar vel fyrir foreldrahópa, svo sem foreldrafélög eða vinahópa. Kennari er Ívar Elí Sveinsson, læknir á heilsugæslu.
Slys og veikindi leikskólabarna - fyrir starfsfólk leikskóla
Farið er yfir rétt viðbrögð við helstu slysum og veikindum barna á leikskólaaldri. Rætt er sérstaklega um faraldra sem koma reglulega upp á leikskólum, svo sem augnsýkingar og rétt viðbrögð við þeim. Námskeiðið er u.þ.b. 1 klst. að lengd og hentar starfsfólki leikskóla, jafnt faglærðum sem ófaglærðum. Kennari er Ívar Elí Sveinsson, læknir á heilsugæslu.